Chat with us, powered by LiveChat

Ferill til fébóta

Feril mála má rekja í neðangreindum fjórum skrefum

 

1 Tilkynningar                             

Lögmenn Fébóta sjá um að tilkynna tjón fyrir hönd tjónþola til viðkomandi tryggingarfélags. Dráttur á því að slys sé tilkynnt getur leitt til þess að réttur tjónþola til bóta falli niður. Því skiptir miklu máli að tjónþoli fái lögfræðiaðstoð sem allra fyrst í kjölfar slyss, til að tryggja að réttindi fari ekki forgöðrum..

2 Gagnaöflun                           

Lögmenn Fébóta annast alla gagnaöflun vegna málsins. Aflað er allra nauðsynlegra gagna frá lögreglu, læknum eða öðrum sérfræðingum og opinberum aðilum. 

 

3 Mat á afleiðingum

Lögmenn Fébóta leiðbeina tjónþola við val á færum sérfræðingum. Þannig er tryggt að afleiðingar slyssins séu metnar af þeim sem hæfastir eru til þess. Í flestum tilfellum er tímabært að leggja mat á afleiðingar slyss þegar um ár er liðið frá því. Frá því viðmiði geta þó verið undantekningar.

 

4 Bótauppgjör                          

Lögmenn Fébóta sjá um skjalagerð, kröfugerð og sáttaumleitanir gagnvart tryggingarfélögum eða öðrum bótagreiðendum. Yfirleitt næst að ganga frá bótagreiðslum með samkomulagi við bótagreiðendur. Í þeim tilfellum þar sem samkomulag næst ekki, annast lögmenn Fébóta málskot til úrskurðarnefndar vátryggingarmála eða málshöfðun fyrir dómstólum.


 

Þjónusta okkar felst í að:

 

ÚTSKÝRA RÉTT ÞINN

Á fyrsta fundi með tjónaþola fara lögmenn heildstætt yfir málið og meta bótagrundvöll þess. Þessi fundur er tjónþola að kostnaðarlausu sem og samskipti sem leiða til hans í símtölum og/eða tölvupóstum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu. 

 

Lögmenn Fébóta veita alla þá þjónustu sem þörf er á í slysa- og skaðabótamálum og innheimtu þeirra. Við aðstoðum tjónþola við að sækja rétt sinn vegna líkamstjóns af fagmennsku og einurð með hámarksárangur að leiðarljósi.

LEITA RÉTTAR ÞÍNS FYRIR DÓMSTÓLUM

 

GÆTA HAGSMUNA TJÓNÞOLA Í HVÍVETNA

Lögmenn Fébóta hafa hagsmuni tjónþola í fyrirrúmi í störfum sínum. Með því móti tryggjum við hag þeirra og réttindi. Gott dæmi um þessa nálgun okkar, er að við erum til taks fyrir tjónþola hvenær sem er sólarhringsins.